Hver við erum og hvað við gerum

HEIÐARLEIKI

Heiðarleiki er grundvallarregla félaga í samtökunum og starfsmanna hjá Citizens Save Lives. Við gerum okkur grein fyrir að skylda okkar er að koma fram af sanngirni og heiðarleika við borgara, viðskiptavini, starfsfélaga og birgja um allan heim.

HÓPVINNA

Við hjá Citizens Save Lives erum hreykin af getu okkar til að vinna saman sem einn hópur í því skyni að fullnægja þörfum viðskiptavina okkar og birgja. Við lítum á okkur sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem skuldbindur sig til að vinna að því dag hvern að skapa sem besta vöru og þjónustu og tryggja þannig að björgunarliðar njóti verndar og fleiri mannlífum verði bjargað.

TRAUST

Við gerum okkur ljóst að til þess að skapa traust og varanlegt samband við viðskiptafélaga okkar verður framferði okkar að vera í senn löglegt og siðlegt. Við sýnum öllum sóma og virðingu. Við skiptumst hreinskilningslega á upplýsingum og reynslu við samstarfsaðila okkar, hlustum hvert á annað og njótum hraðra og heiðarlegra samskipta. Við vinnum að því af kappi að tryggja stöðuga uppfræðslu og gera þannig öllum félögum og starfsmönnum þeirra kleift að öðlast sem mesta hæfni burtséð frá menningarlegum, kynþáttalegum eða trúarlegum bakgrunni þeirra ellegar kyni, menntastigi eða stöðu í samfélaginu eða innan fyrirtækja. Fjölhæfni okkar -sem við metum og viðhöldum- nærist á einstaklingsframlagi allra. Við reiðum fram vörur og þjónustu á heimsmælikvarða og leggjum okkur stöðugt fram um að skilja og ganga lengra en vonir viðskiptavinanna standa til. Hvert og eitt okkar leggur allt kapp á að vinna að því að viðhalda hæstu gæðastöðlum um áreiðanleika og þjónustu.

HJARTAÖRUGGIR STAÐIR

Staðreyndin er sú að skyndilegt hjartastopp (SCA) getur hent hvar sem er og hvern sem er. Við einbeitum okkur ekki aðeins að því að bjóða og veita neyðarlausnir fyrir skyndilegt hjartastopp heldur viljum tryggja að björgunarliðar um allan heim geti fundið sem fyrst næsta hjartastuðtæki. Við vinnum með öðrum að því að skapa app með samþættri alhliða virkni fyrir óþjálfaða björgunarmenn sem gerir þeim kleift að finna næsta hjartastuðtæki og lætur um leið vettvangsliða vita og vísar þeim á vettvang.

It is in our and your personal interest to travel with heart safe companies, sleep in Það er okkur og þér í hag að ferðast með hjartaöruggum samgöngufyrirtækjum, gista á hjartaöruggum hótelum og njóta matar á hjartaöruggum veitingastöðum. Við viljum örugga hreystiklúbba, líkamsræktarstöðvar og tómstundastaði. Hjartaöruggt heimili okkar verndar fjölskylduna, börnin, vinina og nágranna okkar.heart safe hotels and enjoy meals in heart safe restaurants. We want safe fitness clubs, gyms and leisure facilities. Our heart safe home protects our families, children, friends and also our neighbors.

Félagsskapur okkar

18 Lönd
85.786 Uppsett hjartastuðtæki
3691 Mannslífum sem hefur verið bjargað

Hjartaöruggir staðir

Hjartaöruggir staðir

HEILSUVERND Í FYRIRTÆKJUM

Þróun og kröfur á ýmsum vinnustöðum undanfarið kalla á nýtt verklag í heilsuverndarmálum fyrirtækja. Sú hætta að skortur verði á faglærðu starfsfólki, stöðug heilsuvernd starfsfólks og sanngjörn aldursmiðuð starfsmannastefna hefur stuðlað að því auka vægi aðgerða í þágu starfsliðs í stefnumörkun fyrirtækja.

Nú á dögum leitast vinnuveitendur við að tryggja líkamlega og andlega vellíðan starfsfólks og tryggja þannig verklund, tryggð og hollustu við fyrirtækið. Litið er á slíka heilsuvernd sem þátt í samkeppnishæfni fyrirtækis. Vegna breytinga á aldurssamsetningu samfélagsins kemur færra ungt faglært starfsfólk inn á vinnumarkaðinn en af því leiðir að nauðsynlegt er að vernda heilsu eldri stafsmanna allt til eftirlaunaaldurs.

Citizens Saves Lives hjálpar þér að skapa og beita heilstæðri og árangursríkri heilsuverndaráætlun í fyrirtækinu. Sérfræðingar okkar vinna með þér til að tryggja að fyrirtæki þitt finni aðferðir og lausnir sem hæfa sérþörfum þess. Við gerum okkur grein fyrir að heilsa starfsmanna þinna er lykilatriði til að ná mælanlegum langtímahagnaði sem síðan leiðir af sér að virði fyrirtækisins vex.

Sjúkartæki okkar eru örugg, auðveld í notkun og útskýra sig sjálf. Athugið að þau eru líka öll tilvalin til einkanota.

SKYNDILEGT HJARTASTOPP (SCA) – STAÐREYNDIR

Það getur hent hvern sem er, hvar sem er, hvenær sem er. Fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma eins og of háan blóðþrýsting og sykursýki eða hefur þegar fengið hjartaáfall er í meiri hættu en aðrir. Hjartað hleypur af stað, hjartsláttur verður óreglulegur. Það dregur úr dælugetu hjartans uns það stansar. Dauði verður innan nokkurra mínútna. Mörg merki og einkenni hjartasjúkdóma má greina og meðhöndla. Í samvinnu við viðskiptafélaga okkar bjóðum við margskonar skimunaraðferðir.

HJARTASTUÐTÆKI BJARGA LÍFI

Staðreyndin er þessi: Á þessu ári í Evrópu einni verða 800 þúsund dauðsföll tengd hjartastoppi. Ríflega 82 prósent þessara dauðsfalla verða í heimahúsum, á vinnustað eða við frístundaiðkun. Í slíku neyðartilfelli skiptir hver sekúnda máli. Ef fórnarlambið er meðvitundalaust og án lífsmarks verður meðferð með hjartastuðtæki að byrja sem allra fyrst og hjartahnoð að hefjast þegar í stað. Aðeins þannig á fórnarlambið góða möguleika á að lifa af. Hjartastuðtæki okkar (AED) eru auðveld í notkun, skýra sig út sjálf og eru fullkomlega örugg. Hjartastuðtækin okkar leiðbeina og hjálpa vettvangsliðum með töluðum leiðbeiningum meðan á hjartahnoði stendur

LÁTTU EKKI VERÐIÐ HAMLA ÞÉR!

Við höfum unnið ötullega að því að forðast fjárfestingarkostnað, mikinn hagnað og markaðsetningar- og sölukostnað. Tilgangur okkar er að menn setji ekki kostnað fyrir sig til að bjarga lífi. Einföld tækjanotkun, örugg tækni og nútímalegir framleiðsluhættir tryggja í senn mesta öryggi og bestu skilvirkni sem og sanngjarnt verð og framúrskarandi árangur. Meðal annarra kosta eru langur ábyrgðartími og viðhaldslaus kerfi sem og ódýrir skiptihlutir eins og rafskaut og rafhlöður. Í tilboði okkar er einnig að finna ókeypis færslu í skrá yfir staðsetningu stuðtækja. Við bjóðum einnig í nokkrum völdum löndum samþætta tryggingu vegna illviðris, skemmdarverka og þjófnaðar.

Við styðjum alla borgara og viðskiptavini frá fyrirtækjum við kaup, leigu eða kaupleigu á lífsbjargarstuðtækjum og öðrum neyðarbúnaði.

GERÐU ÞAÐ BARA

Hver mínúta skiptir máli í neyðartilfelli! Ef neyð ber að verður að hafa hraðar hendur og forðast töf: Kallaðu á hjálp, hringdu á sjúkrabíl og byrjaðu endurlífgun með hjartahnoði. Finndu næsta hjartastuðtæki og beittu því strax. Kveiktu á því og fylgdu leiðbeiningunum... Þetta er einfalt mál! Ríki um allan heim hafa lög sem vernda óþjálfaða björgunarmenn fyrir hverskonar skaðabótakröfum.

Haltu ró þinni vegna þess að þú getur gert þetta! Gerstu hetja og hjálpaðu við að bjarga mannslífum um allan heim.